Umsagnir - Knattspyrna
,,Ég leitaði til Lilju vegna þess að ég vildi taka mataræðið föstum tökum til þess að hámarka afkastagetu og endurheimt.
Það sem kom mér mest á óvart var hvað ég var fljótur að endurheimta eftir átök.
Mér leið almennt betur inná vellinum og í daglegu lífi. Fannst ég orkumeiri og betur í stakk búinn til þess að takast á við áskoranir.
Uppsetningin á prógramminu hentaði mér vel þar sem fundirnir fóru fram í fjarviðtölum.
Samskipti voru upp á 10 og Lilja er mjög sveigjanleg og sanngjörn hvað varðar tímasetningar o.s.frv.
Mjög auðvelt að skipuleggja sig í takt við hana. Get mælt 100% með að skoða hvað hún hefur upp á að bjóða því hún hjálpaði mér svo sannarlega við að ná mínum markmiðum."
,,Lilja hefur hjálpað mér að taka næringuna í tengslum við fótboltann upp á næsta level.
Ég er búin að læra að hlusta á hvaða næringu líkaminn minn vill bæði fyrir og eftir æfingar. Ég er orkumeiri á öllum æfingum og finn að líkaminn er mun fljótari að recovera eftir átök.
Lilja er mjög fær og vel undirbúin fyrir allar spurningar sem ég hef og einfaldar þetta vandamál sem ég veit að margir íþróttamenn eru að kljást við, sem er að gefa líkamanum rétta orku hverju sinni.
Ég mæli með Nutreleat og Lilju fyrir alla sem eru áhugasamir um að læra hvernig á að næra sig í samræmi við æfingaálag og hvernig á að hlusta á líkamann til þess að ná sem bestum árangri."
,,Ég hef unnið með Arnari í góðan tíma og fyrir þá sem vilja ná lengra og taka næringu upp á næsta level þá er Arnar í heimsklassa þegar að kemur að því."
,,Ég leitaði til Lilju því ég vildi auka þekkingu mina á mataræði, verða orkumeiri og minnka hættu á vöðvameiðslum sem ég var að fá reglulega vegna skorts á næringu.
Lilja hjálpaði mér að skilja hvað það skiptir miklu máli að borða nóg og rétt til að fá sem mest út úr æfingum og leikjum, vera óhrædd við kolvetni og hlusta á líkamann minn.
Ég finn gríðarlegan mun á mér eftir að hafa verið hjá Lilju, ég er orkumeiri og er að borða um helmingi meira en ég gerði ásamt því að vera nánast meiðslalaus síðan ég byrjaði hjá henni.
Ég mæli 100% með Lilju og er ótrúlega þakklát fyrir allt sem hun hefur kennt mer og hvað hún hefur hjálpað mér mikið að ná markmiðum mínum."
,,Ég leitaði til Lilju þegar ég kom heim úr atvinnumennsku þar sem ég hef verið síðan ég var 16 ára.
Ég hef í rauninni alltaf verið með næringafræðing að vinna með mér þar sem mér finnst það vera hrikalega mikilvægur hluti af fótboltanum þar sem litlu hlutirnir skipta miklu meira máli fyrir þá sem ætla sér lengra og æfa meira en aðrir.
Þá kom ekkert annað til greina en að leita til Lilju sem maður hefur bara heyrt gott af og segir ekkert nema vera með gögn á bakvið það þannig maður veit að það virkar sem hún segir manni.
Ég persónulega finn mun á mér fyrir og eftir að hafa byrjað hjá Lilju þar sem maður hefur bætt inn fullt af sniðugum hlutum sem hún hefur komið með inn í daglegu rútínuna hjá manni."
,,Ég var í sjokki hvað ég lærði mikið í pre- og post-training næringarprógamminu hjá Lilju.
Hún byggir námskeiðið á vísindum og rannsóknum, þannig maður efast aldrei um réttmæti upplýsinganna.
Fyrir mig var íþróttaleg nálgun á mataræðið mikilvæg og heilsteypta nálgunin hennar hjálpar manni að skilja hvað skiptir raunverulega máli til þess að bæta sig.
Svo eru verkefnin einstaklega góð til þess að fá betri meðvitund hvað hentar hverjum og einum. Mæli með!"
,,Lilja hjálpaði mér gríðarlega, ekki bara að bæta matarvenjur mínar sem íþróttakona heldur fyrir lífið yfir höfuð.
Hún hjálpaði mér að hlusta á líkamannn minn, hvaða næringu hann þyrfti á hverjum tíma frekar en að treysta á talningar á hitaeiningum eða macros.
Ég fór að skilja betur skilaboðin sem líkaminn gaf mér varðandi svengd og seddu sem hefur leitt til þess að ég er mun orkumeiri á æfingum og einnig hafði þetta jákvæð áhrif á lærdóm þar sem einbeitingin varð betri.
Lilja býður upp á einfaldar leiðir til að halda uppi góðum matarvenjum, hjálpar við að búa til go-to máltíðir yfir daginn sem eru orðnir fastir liðir í rútínunni minni og býr til game-day prótókól sem auðveldar leikdaga töluvert.
Ég mæli eindregið fyrir alla íþróttamenn að panta tíma hjá Lilju, þetta er vitneskja sem mun vera hjálpleg um ókomna tíð!"
,,Ég leitaði til Lilju til vegna þess að ég vildi taka mataræði mitt föstum tökum.
Ég vildi auka orku og læra hvað er best fyrir mig til þess að stunda mína íþrótt af fullum krafti.
Lilja hjálpaði mér með helling af hlutum sem eru núna orðnir partur af minni daglegu rútínu ásamt því að sýna mér hvernig hægt er að stjórna mataræðinu í takt við leikja- og æfingarálag.
Mæli 100% Lilju fyrir allt íþróttafólk."
,,Ég leitaði til Lilju þar sem ég taldi mig þurfa betri þekkingu í mataræði þar sem hún er eitt af því mikilvægasta í íþróttum.
Það sem kom mér mest á óvart í þessu ferli var hvað þetta skiptir allt svo ótrúlega miklu máli eins og hvenær er best að borða og hvað til að ná því besta úr þér, hún Lilja var með það alveg uppá 10.
Mér leið mun betur inn á vellinum og gat haldið út mun lengur á hárri ákefð, með hennar hjálp.
Uppsetningin, matardagbækurnar og skjölin sem hún var með tilbúin fyrir mann í sambandi með allskonar eins og hugmyndir af booztum og fleira var í hæsta gæðaflokki.
Mæli 100% með hennar þjónustu þar sem hún er svo opin og það er svo auðvelt að skipuleggja sig í kringum hennar verkefni og svo auðvitað hvað hún hjálpaði mér mikið að verða að betri íþróttamanni."
,,Ég leitaði til Lilju því ég vildi bæta þekkingu mína á mataræði og auka afköst í tengslum við fótboltann.
Ég vildi helst fá hjálp við að bæta endurheimt og auka orkustig á stífum og löngum dögum.
Lilja er úrræðagóð og leggur til persónubundnar leiðir til að viðhalda góðum matarvenjum án þess að þurfa að telja ofan í sig kaloríur.
Ég fann fljótt mikinn mun á mér varðandi endurheimt og fannst ég orkumeiri. Hún kenndi mér á samsetningar og tímasetningar máltíða í tengslum við æfingaákefð og ég lærði að hlusta betur á eigin líkama.
Þegar ég lenti í meiðslum var aðstoðin frá Lilju síðan ómetanleg við að hjálpa mér að halda haus og stuðla að sem hröðustum bata.
Lilja var alltaf með svör og lausnir við öllum spurningum sem ég hafði í tengslum við næringu, ég gæti ekki mælt með meira með Lilju og hennar þjónustu."
,,Næring er risa stór partur af frammistöðu í íþróttum. Lilja kenndi mér ótrúlega margt og gjörbreytti mínum venjum til hins betra. Ég fann mikinn mun á orkustigi og líðan innan vallar auk þess sem endurheimtin varð mikið betri og fljótari.
Lilja er mjög hvetjandi og heldur manni vel við efnið. Námskeiðið er mjög vel sett upp, stútfullt af fróðleik og leiðum til að bæta sig. Lilja er mjög tillitsöm varðandi fundi og tímasetningar sem er mikill kostur.
Ég myndi hiklaust mæla með Nutreleat fyrir þá sem hafa áhuga og metnað fyrir að bæta líðan og frammistöðu."
Nafnlaus umsögn
,,Eftir mikið breytinga- og álagstímabil var ómetanlegt að fá aðstoð Lilju við að finna taktinn í næringu. Takk Lilja fyrir að aðstoða mig við að koma næringunni í réttan farveg. Nú hef ég orku til að takast á við æfingar, vinnu, keppni og fjölskyldulífið."