Mitt svæði

 Hjólreiðar

,,Alveg geggjað námskeið hjà þér! Desember og janúar eru búnir að vera stórir mánuðir hjá mér í æfingum og aldrei æft jafn mikið og á eins miklu álagi, þvílíkur munur að hafa verið búin að gera pre- og post-training máltíðir! Gerði gæfu muninn."
,,Ég get hiklaust mælt með pre- og post training prógramminu hjá Nutreleat.
Það sem ég vildi taka útúr námskeiðinu var gott tilfinningalegt sambandi við mat, án boða og banna, og sem íþróttamaður þurfti ég að læra að finna hjá sjálfri mér, hvað lætur líkamanum mínum líða vel.
Ég fann jafnvægi og gleði við það að velja hvað ég borða og hef breytt venjum mínum til hins betra.
Ég er viss um að það á hlut í því að mér hefur aldrei liðið betur á líkama og sál, og því aldrei verið í betra standi sem íþróttamaður."
,,Ég get svo sannarlega mælt með pre- & post-training næringarprógramminu.
Fékk fullt af verkfærum og er miklu öruggari með næringu í kringum æfingar og að ég sé að nærast nóg.
Allt mjög vel uppsett og aðgengilegt."
,,Íþróttanæringarráðgjöfin hjá þér er búin að hjálpa mér mjög mikið og ég er búin að læra heilan helling, um sjálfa mig líka.
Ég hef líka geta útfært þínar aðferðir á öðrum sviðum. Þú ert klárlega á réttu sviði að hjálpa fólki og notar frábærar aðferðir!
Tvennt sem stendur upp úr þegar ég hugsa til baka sem kom mér mest á óvart, kolvetni og matarstigma. Finnst þetta vera búið að hjálpa mér hvað mest og ég hafði ekki hugmynd um að ég þyrfti að pæla í þessu fyrir en ég byrjaði hjá þér.
Núna á ég fullt af hjálpartólum til að halda áfram að vinna með þetta og ég ætla að halda áfram að nota markmiðablaðið og merkimiðablaðið til að vinna með matarstigmað.
Þúsund þakkir Lilja og ég hef klárlega samband aftur þegar mér finnst ég þurfa þess ❤