,Áður en við byrjuðum í íþrótta næringarþjálfun hjá Lilju í Nutreleat þá huguðum við hvorugt mikið um mataræði að öðru leyti en hvað var hollt vs. óhollt, og pældum ekki mikið í samsetningu eða tímasetningu miðað við æfingar.
Við æfum nánast alla daga vikunnar og oftast 3 tíma í senn eða meira, og áttum mjög oft daga þar sem erfitt var að halda fókus, fengum jafnvel höfuðverk og vorum alveg búin með alla orkuna eftir æfingar.
Við lærðum þó fljótt hversu mikilvægt er að setja máltíðir fyrir og eftir æfingar rétt saman, og jafnvel á æfingum, og finnum við bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum, höldum fókus mikið lengur og þekkjum líka betur merki líkamans um hvenær við þurfum að næra og vökva okkur.
Einnig finnum við mikla bætingu á endurheimt milli æfinga, en við stundum líka styrktarþjálfun með dansæfingum svo það var ótrúlega kærkomin bæting og hjálpaði okkur að ná miklum framförum þar og bæta vöðvamassa bara með breyttu mataræði."