HVAR BYRJAÐI ÞETTA?
Áhugi minn á mat og næringu kviknaði á mínum seinni árum sem afrekskona í samkvæmisdönsum. Mér fór að verða ljóst hvað næring og heilbrigt samband við mat skiptir miklu máli þegar kemur að árangri í íþróttum sem varð kveikjan að því að hefja nám í næringarfræði samhliða dansferlinum.
Að lokum tók ég þá ákvörðun að leggja dansskóna á hilluna og snúa mér alfarið að næringarfræðinni með það að markmiði að aðstoða annað íþróttafólk við að ná markmiðum sínum og stuðla að almennri heilsu.
MITT MISSION
Árið 2019 útskrifaðist ég úr meistaranáminu mínu í næringarfræði við Háskóla Íslands og var því orðin næringarfræðingur M.Sc.
Eftir nokkra mánuði í starfi áttaði ég mig fljótt á því að mynstrið er yfirleitt það sama hjá okkur.
Þegar við skráum okkur í næringarráðgjöf, næringarþjálfun eða á námskeið sem hafa það að markmiði að gera breytingar á fæðuvali þá viljum við yfirleitt "sigra heiminn á einni nóttu".
Fólk byrjar af (of miklum) krafti en gefst svo upp og þá fara hlutirnir yfirleitt í sama farið.
Til þess að breytingarnar verði varanlegar þurfum við að nálgast hlutina öðruvísi og hafa áhrif á þetta "allt eða ekkert" hugarfar.
Einnig þurfum við að hætta að koma okkur upp stífum reglum í mataræðinu sem við höldum út í skamman tíma með tilheyrandi niðurrifi, samviskubiti og vanlíðan þegar við "gefumst upp".
LÆRÐU AÐ NÆRA ÞIG Í SAMRÆMI VIÐ ÞÍN MARKMIÐ OG HÁMARKA ÁRANGUR Í ÞINNI ÞJÁLFUN
3 leiðir til samvinnu (fyrir utan áskriftarleiðina)
_
1
'HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA EFTIR ÆFINGAR?'
Taktu fyrstu skrefin í átt að réttri næringu eftir æfingar með þessari ókeypis vefbók sem við settum saman.
_
2
LEGGÐU GRUNNINN AÐ ÞINNI ÍÞRÓTTANÆRINGU
Netnámskeið fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref þegar kemur að íþróttanæringu og vilja taka frammistöðuna í sinni íþrótt uppá næsta level.
_
3
1:1 ÍÞRÓTTA-NÆRINGARRÁÐGJÖF
Hámarkaðu árangur í þinni þjálfun hraðar með einstaklingsráðgjöfinni okkar. Saman mótum við þitt næringarprótókól sem hámarkar árangur í þinni þjálfun.
Hvað á ég að borða eftir æfingar?
Lærðu að setja saman máltíðir sem stuðla að betri endurheimt!
Fylltu út formið hér að neðan til að sækja FRÍU vefbókina þína og byrjaðu að gera breytingar Í DAG!