Mitt svæði

09. Örþáttur: Kreatín - hvernig virkar það, hvað sýna rannsóknir & er það öruggt til inntöku?

Í þessum örþætti tökum við fyrir efni sem mörg eru farin að kannast við - en það er einmitt afkastaaukandi fæðubótarefnið kreatín. Í þættinum fer Arnar Sölvi yfir virkni þess í líkamanum, í hvaða aðstæðum það gæti gagnast, hvað rannsóknir sýna þegar kemur að áhrifum og hvort það sér öruggt til inntöku. En þetta eru einmitt spurningar sem brenna á mörgum og við fáum oft spurningar varðandi.

Greinar um kreatín fyrir áhugasama:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10694141/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/9627907/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11708707/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12701816/

Ef þú stundar þína íþrótt af kappi og ert tilbúin/n/ð til að taka þína íþróttanæringu uppá næsta level geturðu lesið meira um okkar þjónustu inná www.nutreleat.is

Eins viljum við benda á að ef þú vilt fá leiðbeiningar varðandi inntöku og yfirlit yfir lotuprófuð kreatín hérlendis 

Til að fá upplýsingar um ráðlagðan dagskammt, leiðbeiningar varðandi inntöku og yfirlit yfir lotuprófaðar tegundir af kreatíni viljum við benda þér á áskriftarleiðina okkar - en þar inni færðu leiðbeiningar varðandi þessi atriði, ásamt því að fá aðgang að yfir 100 uppskriftum og máltíðasamsetningum sem henta á mismunandi tímum yfir daginn og sem við höfum jafnframt flokkað í litakóðann okkar svo þú áttir þig betur á máltíðasametningum eftir mismunandi æfingaálagi hverju sinni. Eins finnurðu þar ítarlega fræðslu um ýmis viðfangsefni íþróttanæringar og aðgang að spurt og svarað þar sem þú getur varpað fram þínum spurningum og pælingum og fengið ítarleg svör við þeim. Nánari upplýsingar finnurðu á https://www.nutreleat.is/askriftarleid-ithrottafolksins

Ekki gleyma að fylgja þættinum, skilja eftir athugasemd eða gefa einkunn - við viljum endilega fá þitt feedback!

Vonum að þú njótir,

-Nutreleat teymið.