Mitt svæði

02. Periodized nutrition & þjálfunaraðlögun

Aðlögun í kjölfar æfinga eða þjálfunar ákvarðast af blöndu mismunandi þátta, en þar má nefna lengd, ákefð og tegund æfinga ásamt því hversu oft við æfum. En mikilvægur þáttur sem spilar þarna inní jöfnuna er magn og gæði næringar.

Með aukinni tilkomu rannsókna á sviði íþróttanæringar er alltaf að koma betur í ljós hversu mikil áhrif næringarinntaka getur haft á þjálfunaraðlögun – og þá annaðhvort aukið hana eða dregið úr henni.

Ýmsar aðferðir til að hámarka þjálfunaraðlögun hafa verið rannsakaðar innan fræðasamfélagsins og munum við fara yfir þær helstu í þessum þætti - koma inná hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd ásamt því að vega og meta kosti og galla.

Ef þú stundar þína íþrótt af kappi og ert tilbúin/n/ð til að taka þína íþróttanæringu uppá næsta level geturðu lesið meira um okkar þjónustu inná www.nutreleat.is 

Vonum að þú njótir!

-Nutreleat teymið.