Mitt svæði

Pilot þáttur - Kolvetnahræðsla & íþróttafólk

Undanfarin ár hefur borið mikið á kolvetnaumræðu í tengslum við íþróttir og þjálfun. Í okkar starfi sem íþróttanæringarfræðingar höfum við nefnilega orðið vör við hvað þessi umræða hefur haft mikil áhrif á það íþróttafólk sem kemur til okkar og skapað mikla hræðslu í tengslum við kolvetnarík matvæli.

Ég nýtti því þennan þátt í að fara aðeins yfir hlutverk og virkni kolvetna í líkamanum – þá sérstaklega í tengslum við frammistöðu í íþróttum ásamt því að snerta aðeins á mýtunum sem hafa verið á lofti í tengslum við þau sem vonandi hjálpar þér að fá betri yfirsýn og grisja réttar upplýsingar frá röngum.