FYRIRLESTRAR FYRIR ÍÞRÓTTAFÉLÖG
Við leggjum mikið uppúr því að íþróttaiðkendur byrji að leggja góðan grunn að sinni íþróttanæringu sem fyrst. Við bjóðum því uppá fyrirlestra til íþróttafélaga eða sérsambanda - fyrir foreldra, þjálfara eða iðkendur í ólíkum greinum og á mismuandi aldri.
Viðfangsefni sem við tökum m.a. fyrir:
- Fæðumynstur
- Orkuefnaflokka - hvaðan fá iðkendur prótein, kolvetni og fitu
- Hvernig ætti að raða á diskinn miðað við æfingaálag
- Hvernig setur maður saman máltíðir fyrir og eftir æfingar
- Hugmyndir að máltíðum og millimálum
- Vökvajafnvægi og val á vökva
- Nokkur ráð til að auðvelda næringarríkt fæðuval og vökvainntöku
- Lystarleysi í tengslum við þjálfun og ráð við því
Umsögn
,,Ég fékk hana Lilju til þess að vera með fræðslufund fyrir foreldra ungmenna í íþróttum. Þetta er umræðuefni sem er nauðsýnlegt að taka alvarlega og er stór hluti af því hvernig maður getur skarað fram úr.
Eftir 20 plús ár í þjálfun hef ég setið marga svona fundi enn Lilja setur þetta fram á skiljanlegan og aðgengilegan hátt sem einfaldar foreldrum að hjálpa börnunum sínum hvað varðar næringu. Mæli hiklaust með að nýta hennar krafta í þessu málefni hvort það sé fyrir einstaklinga eða félög."
Halldór Harri Kristjánsson yfirþjálfari handknattleiksdeild Víkings.
Fylltu út skráningarformið hér að neðan...
...eða hafðu samband á [email protected] fyrir frekari upplýsingar og bókanir.