Ef ÞÚ ert metnaðarfullur íþróttaeinstaklingur, þá veistu vonandi að...
...næringarþarfir íþróttafólks verið gríðarlega breytilegar milli daga þar sem orkuþörf og hlutfallsleg þörf fyrir kolvetni á erfiðum æfingadögum eða keppnisdögum geta verið margfalt hærri en á hvíldardögum, t.d.
Þrátt fyrir þessa staðreynd...
...sjáum við mikið af íþróttafólki gera þau mistök að vera að fylgja sömu viðmiðum frá degi til dags sem getur leitt til þess að það er ekki að fá inn næga orku eða rétt hlutfall orkuefnanna, sérstaklega á þessum erfiðari dögum!
Skammtímaáhrifin af því að nærast ekki í samræmi við þarfir geta verið:
❌ Minni afkastageta á æfingum/í keppnum
❌ Verri endurheimt eftir æfingar eða keppnir
❌ Minni orka og einbeiting yfir daginn
❌ Meiri löngun í næringarsnauð matvæli
Langtímaáhrifin af því að nærast ekki í samræmi við þarfir geta verið:
❌ Aukin hætta á meiðslum
❌ Minnkaður efnaskiptahraði
❌ Verri beinheilsa og hætta á álagsbrotum
❌ Röskuð hormónastarfsemi
Það getur þó reynst íþróttafólki flókið...
...að átta sig á mismunandi þörfum og áherslum milli daga!
Og það bætir ekki úr skák...
...að maður þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna alls konar misvísandi upplýsingar um íþróttanæringu í upplýsingaróreiðunni sem þar ríkir, sem getur ýtt enn frekar undir slæmt næringarástand meðal íþróttafólks!
Markmiðið með Áskriftarleið Íþróttafólksins er því að auðvelda íþróttafólki að:
👉 Næra sig í samræmi við þarfir
✅ Svo það fái sem mest útúr hverri æfingu og geti hámarkað frammistöðu í keppni, flýtt fyrir endurheimt og komið þannig tilbúið til leiks inná næstu æfingu eða keppni samhliða því að minnka líkur á meiðslum og styðja við almenna heilsu.
👉 Nálgast fræðslu um íþróttanæringu sem byggð er á vísindalegum grunni
✅ Svo það geti grisjað réttar upplýsingar frá þeim röngu og byrjað að leggja áherslu á rétta hluti.
👉 Verða skipulagðara þegar kemur að matarundirbúningi
✅ Og þannig nært sig í samræmi við æfingaálag þannig daginn samhliða því að spara sér óþarfa álag, stress og pening!
Hvernig virkar þetta og hvað er innifalið?
Stuttu eftir að þú skráir þig færðu sendan aðgang að þínu innra svæði (gott að kíkja í rusl- eða auglýsingapóst ef hann berst ekki innan 1 klst) sem er aðgengilegt í tölvu og á appi.
Inni á þínu svæði finnurðu svo:
✔️ Yfir 100 uppskriftir & hugmyndir að máltíðasamsetningum (flokkaðar eftir litakóðanum okkar sem stílar inná miserfiða æfingadaga)
✔️ Fræðslu um íþróttanæringu sem byggð er á vísindalegum grunni
✔️ Matarundirbúning on-demand þar sem þú getur fylgt okkur eftir í matarundirbúningi skref fyrir skref
✔️ Spurt & svarað - þar sem þú getur fengið ítarleg svör við þínum spurningum
Í hverjum mánuði bætist svo við efnið sem er aðgengilegt hverju sinni.
Sýnishorn af uppskriftunum sem þú færð aðgang að:
ATH! Allar uppskriftir á innra svæðinu eru flokkaðar eftir litakóðanum okkar.
Áskriftarleiðin hentar þér ef:
✅ Þú ert metnaðarfullur íþróttaeinstaklingur og vilt læra að næra þig í samræmi við þarfir
✅ Þú vilt fræðast um íþróttanæringu á vísindalegum grundvelli
✅ Þú vilt verða skipulagðari þegar kemur að matarundirbúningi
✅ Þú ætlar að leggja inn vinnuna og framkvæma
Áskriftarleiðin hentar þér ekki ef:
❌ Þú vilt fylgja sömu viðmiðum á hverjum degi, þó að æfingaálagið sé misjafnt milli daga
❌ Þér er sama þó þínar áherslur byggi ekki á vísindalegum grunni
❌ Þú vilt 'gera bara eitthvað' þegar kemur að næringarinntöku
❌ Þú ætlar ekki að leggja inn vinnuna og framkvæma
Skilmálar
Fyrsta greiðsla fyrir áskriftarleiðina er dregin af korti strax við skráningu og verður sama upphæð dregin út af kortinu mánuðina þar á eftir - eða eins lengi og þú vilt vera í áskrift. Athugaðu að þú færð áskriftina alltaf á sömu kjörum og við skráningu þannig að þó að gjaldið hækki seinna meir þá greiðir þú aldrei meira en það sem verð sem þú skráðir þig á. Það á þó ekki við um ef þú hættir í áskrift á einhverjum tímapunkti og vilt svo skrá þig aftur - þá skráir þú þig á þeim kjörum sem eru í gildi á þeim tímapunkti. Uppsögn á áskrift þarf að berast áður en næsta greiðsla er dregin af kortinu. Færslan fæst EKKI endurgreidd ef uppsögn berst of seint.